Innri úttektir
Til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun er undirstöðuatriði að sinna úttektum á jafnlaunakerfinu. Með Justly Pay er úttektaráætlun útbúin, aðilar sem munu taka þátt í úttektunum eru valin og með hverri úttekt fylgir listi af spurningum sem hægt er að nota til að framkvæma úttektirnar. Úttektirnar eru svo framkvæmdar í úttektareiningu CCQ, þar sem verklag við úttekt er skjalað og frábrigði skráð. Við lok hverrar úttektar er áætlun um endurtekningu á sömu úttekt útbúin, þannig að úttektum sé áfram dreift yfir árið og ekki gleymist að skipuleggja næsta hring af úttektum.
Mikilvægt er að sinna úttektum árlega, til þess að ganga úr skugga um að jafnlaunakerfið sé virkt, að skjölin endurspegli vinnulag og farið sé að þeim kröfum sem settar eru svo jafnlaunavottun sé veitt.