Ábendingar búa í ábendingareiningu CCQ

Í jafnlaunastaðlinum er gerð krafa um að hagsmunaaðilar, innan- sem utanhúss, hafi möguleika á því að senda inn ábendingar um jafnlaunakerfið, telji þau að einhverjir vankantar séu á jafnlaunakerfinu eða vinnulag brotið með einum eða öðrum hætti.  

Krafan um móttöku slíkra erinda felur líka í sér að ábendingin sé greind og úrbætur settar af stað sé þess þörf.  

Ábendingareining CCQ er með innbyggt verklag sem varðar úrvinnslu innsendra ábendinga, sem hlítir kröfum staðalsins.  

Þó reynslan sýni að ábendingar af þessu tagi séu almennt ekki mjög margar, er mikilvægt að vera tilbúin þegar og ef þar að kemur, bæði tilbúin að taka á móti ábendingunni en líka vera með verklag sem gengur úr skugga um að ábendingunni sé fylgt eftir og það lagað eða leiðrétt sem mögulega þarf.  

Vefeyðublaðið sem fylgir Justly Pay áskriftinni og ábendingareining CCQ hjálpa þér að mæta þessum kröfum.