HVAÐA ÁSKRIFTARLEIÐ HENTAR ÞÍNUM REKSTRI?

Justly Pay er fáanlegt í mánaðarlegri áskrift með upphafgjaldi.

JAFNLAUNASTAÐFESTING

4.400 KR / MÁN

Uppsetningargjald: 42.900 kr.

  • Lesborð
  • Snjalltækjavænt útlit
  • Skjöl fyrir jafnlaunastaðfestingu
  • Jafnlaunaábendingar
  • Úttektir á jafnlaunakerfi
  • Gæðahandbók – aðgangur að allri virkni
  • Ábendingar
  • Úttektir

JAFNLAUNAVOTTUN
Verð frá

10.945 KR / MÁN

Uppsetningargjald: 107.800 kr.

  • Lesborð
  • Snjalltækjavænt útlit
  • Jafnlaunaskjöl
  • Jafnlaunaábendingar
  • Úttektir á jafnlaunakerfi
  • Gæðahandbók – aðgangur að allri virkni
  • Ábendingar – aðgangur að allri virkni
  • Úttektir – aðgangur að allri virkni

JAFNLAUNAPAKKI

75.563 KR / MÁN

Uppsetningargjald: 107.800 kr.

  • Lesborð
  • Snjalltækjavænt útlit
  • Jafnlaunaskjöl í gæðahandbók
  • Jafnlaunaábendingar
  • Úttektir á jafnlaunakerfi
  • Gæðahandbók – aðgangur að allri virkni
  • Ábendingar – aðgangur að allri virkni
  • Úttektir – aðgangur að allri virkni

Algengar Spurningar

Það er enginn binditími í Justly Pay áskrift.
Áskrifendur greiða upphafgjald (98.000 kr.) og svo lágt mánaðargjald (frá 9.950 kr. – 33.465 kr.) í framhaldinu. Uppsagnarfrestur er 1 mánuður.

Kostir þess að halda áskrift áfram er að jafnlaunakerfi sem búið er til með Justly Pay og rekið í CCQ hjálpar þér að mæta ýmsum kröfum sem gerðar eru í jafnlaunastaðlinum, t.d. er varða rekjanleika, vinnulag við ábendingar og úttektir.

Justly Pay er jafnlaunaviðbót sem hjálpar þér að búa til skjalað verklag fyrir jafnlaunakerfi sem er svo rekið í CCQ gæðalausn Origo.  

CCQ er alhliða gæðastjórnunarkerfi sem smíðað er af sérfræðingum í gæðastjórnun með áratuga reynslu af því að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að koma til móts við kröfur nútímans.

Með Justly Pay áskrif hefurðu fullan aðgang að virkni og rekstri þeirra skjala sem mynda jafnlaunakerfið, úrvinnslu ábendinga sem berast og framkvæmd úttekta. 

Áskriftin veitir þó ekki aðgang að því að vera með önnur gæðaskjöl, ábendingareyðublöð eða annarsskonar úttektir í CCQ. Til þess að fá aðgang að fullri virkni CCQ þarf að koma í fulla áskrift af lausninni. 

Justly Pay leiðir þig í gegnum 3 þrep til þess að búa til grunn að jafnlaunakerfi. Einn aðili sinnir hlutverki ritstjóra og fer í gegnum öll þrjú þrepin.  

Fyrsta þrepið snýr að því að búa til jafnlaunaskjölin.
Jafnlaunaskjölin eru skjöl sem búin hafa verið til með kröfur jafnlaunastaðalsins til hliðsjónar. Í þessu þrepi getur ritstjóri breytt innihaldi skjalanna, þannig að þau endurspegli rekstur ykkar. Ritstjóri getur valið tvo einstaklinga til að sinna hlutverki yfirlesara. Þau sem sinna því hlutverki geta lesið yfir skjölin og samþykkt þau eða hafnað (og skrifað ástæðu höfnunar). Þegar öll skjöl hafa verið samþykkt og fyrsta þrepi lokið eru skjölin gefin út í gæðahandbók CCQ, þar sem þau munu búa í framhaldinu.  

Annað þrepið snýr að ábendingareyðublaði fyrir jafnlaunaábendingar. Ritstjóri fer í gegnum þetta þrep án annarra aðila. Þar er valið hver fær póst þegar ábending er móttekin, hvað áhættuflokkar ábendinga standa fyrir og fær hlekk í vefeyðublaðið. Eyðublaðið býr í ábendingareiningu CCQ þar sem innsendar ábendingar búa og unnið úr þeim.  

Þriðja þrepið snýr svo á úttektum. Ritstjóri fer einn í gegnum þetta þrep. Í þessu þrepi eru þátttakendur úttekta valin og úttektaráætlun búin til. Þegar þrepinu er lokið býr úttektaráætlunin í úttektareiningu CCQ. Spurningar fylgja með hverri úttekt sem gott getur verið að byggja á og áminningar eru sendar út þegar úttekt nálgast.  

Þegar öllum þremur þrepunum í Justly Pay hefur verið lokið tekur við rekstur á jafnlaunakerfinu í CCQ.  

Justly Pay hjálpar þér að byggja grunn að jafnlaunakerfi til jafnlaunavottunar. Það eru hlutir sem þarf að gera eftir að Justly Pay þrepunum er lokið. Það þarf að framkvæma launagreiningar (skv. verklagi sem er skjalað með Justly Pay) og framkvæma starfaflokkun (byggða á verklagi sem skjalað er með Justly Pay) og fara í einn hring af úttektum sem búa í úttektareiningunni.  

Til þess að fá jafnlaunavottun þarf að sýna úttektaraðila að jafnlaunakerfið sé lifandi, þ.e. að verklagi sem er líst í skjölum endurspegli raunverulegt verklag – að þið gerið það sem þið segist gera.  

Það er ekki nóg að fara í gegnum Justly Pay til að mega nota jafnlaunamerkið.

Jafnlaunavottun fæst þegar úttektaraðilar hafa skoðað og sannreynt jafnlaunakerfið ykkar. Gott er að hafa samband við úttektaraðila fljótlega til þess að skipuleggja ytri úttektir til jafnlaunavottunar.

Þegar öll þrep Justly Pay hafa verið kláruð, ásamt því sem á eftir fylgir – launagreining, starfaflokkun og framkvæmd úttekta – er hægt að fara í lokaúttekt til jafnlaunavottunar.