Gæðaskjölin búa í gæðahandbók CCQ

Í skjölunum sem fylgja Justly Pay áskriftinni má finna ýmsar upplýsingar, t.d. hvaða kafla í staðlinum skjölin vísa í, hvaða aðilar skrifuðu og samþykktu skjalið og hvort það eru tilgreindir hópar sem eiga að staðfesta lestur skjalanna.  

Líkt og með öðrum gæðakerfum, skuldbinda aðilar sig til þess að vinna og reka jafnlaunakerfið undir leiðarljósinu stöðugar umbætur. Þessi skuldbinding þýðir að jafnlaunakerfið er, og á að vera, lifandi og á að taka breytingum til þess að endurspegla raunverulegan rekstur. Þess vegna geta aðilar, þegar á þarf að halda, breytt og uppfært innihald skjalanna eins og við á og endurútgefið þau. Með CCQ er rekjanleiki tryggður, svo hægt sé að skoða hvenær og hvernig skjölum var breytt.  

Staðfesting lesturs er mikilvægur þáttur í jafnlaunakerfinu, þar sem m.a. er gerð krafa um það að allt starfsfólk þekki innihald jafnlaunastefnunnar og að aðilar sem koma að launaákvörðunum þekki verklag í kringum þær. Við staðfestingu lesturs er hægt að sjá og sýna úttektaraðila að þessum kröfum hafi sannarlega verið mætt, með því að sýna þeim þennan lista.