Um Justly Pay

Justly Pay er hugbúnaður sem er þróaður sérfræðingum gæðalausnarinnar CCQ.

CCQ hópurinn byggir á áratuga reynslu af þróun og rekstri hugbúnaðar sem hjálpar fyrirtækjum að við rekstur stjórnunarkerfa sem mæta þörfum og kröfum nútímans.

Justly Pay er lausn sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum ÍST85:2012 jafnlaunastaðlinum. Þegar uppsetningarferli Justly Pay er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottað jafnlaunakerfi.

Það reynist mörgum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar, það er tímafrekt og flókið verk að skrifa skjöl sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins. Þess vegna inniheldur Justly Pay grunn af skjölum sem mæta kröfunum en er um leið hægt að aðlaga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Tíminn fer því ekki í að finna út hvað gæti mögulega staðið í skjölunum, heldur breyta eða bæta texta sem þegar er til.

Þessi aðferðafræði styttir því og einfaldar vinnuna sem almennt fer í að byggja upp grunn að jafnlaunakerfi. Þá er fyrr hægt að fara í hefðbundin verk jafnlaunakerfisins, eins og að sinna úttektum, launagreiningum eða að starfaflokka.