Vantar þig einfalda leið að jafnlaunavottun?
Það reynist mörgum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar, það er tímafrekt og flókið verk að búa til skjöl sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins. Verðmætur tími mannuðsstjórans þarf ekki að fara í að finna upp hjólið og átta sig á því hvað gæti staðið í skjölunum, búa til kerfi eða möppu skipulag sem eykur á flækjustigið.
Væri ekki einfaldara að breyta eða aðlaga texta sem nú þegar er til?
Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Það sem tekur á móti þér er í raun einfaldur wizard sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp jafnlausnakerfi og inniheldur grunn af skjölum sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins en er um leið hægt að aðlaga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana.
Aðferðafræði sem hjálpar
Þegar uppsetningarferli Justly Pay er lokið færð þú gæðaskjöl sem hafa verið aðlöguð að þínum rekstri, mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottað jafnlaunakerfi.
Þessi aðferðafræði styttir og einfaldar því vinnuna sem almennt fer í að byggja upp grunn að jafnlaunakerfi. Þá er fyrr hægt ganga í verkefni jafnlaunakerfisins, eins og að sinna úttektum, launagreiningum eða að starfaflokka.
Er röðin komin að mér?
Vinnustaðir með 150+ starfandi áttu að vera komin með vottun um síðustu áramót og nú beinast spjótin að þeim vinnustöðum sem erum með 90+ starfandi en þeir eiga að vera komin með vottun 31.12.2021. Vinnustaðir með 25+ starfandi eiga svo að vera komin með jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu 31.12.2022.
Hvernig virkar Justly Pay nákvæmlega?
Justly Pay leiðir þig í gegnum 3 þrep til þess að búa til grunn að jafnlaunakerfi. Einn aðili sinnir hlutverki ritstjóra og fer í gegnum öll þrjú þrepin.
Fyrsta þrepið snýr að því að búa til jafnlaunaskjölin. Jafnlaunaskjölin eru skjöl sem búin hafa verið til með kröfur jafnlaunastaðalsins til hliðsjónar. Í þessu þrepi getur ritstjóri breytt innihaldi skjalanna, þannig að þau endurspegli rekstur ykkar. Ritstjóri getur valið tvo einstaklinga til að sinna hlutverki yfirlesara. Þau sem sinna því hlutverki geta lesið yfir skjölin og samþykkt þau eða hafnað (og skrifað ástæðu höfnunar). Þegar öll skjöl hafa verið samþykkt og fyrsta þrepi lokið eru skjölin gefin út í gæðahandbók CCQ, þar sem þau munu búa í framhaldinu.
Annað þrepið snýr að ábendingareyðublaði fyrir jafnlaunaábendingar. Ritstjóri fer í gegnum þetta þrep án annarra aðila. Þar er valið hver fær póst þegar ábending er móttekin, hvað áhættuflokkar ábendinga standa fyrir og fær hlekk í vefeyðublaðið. Eyðublaðið býr svo í ábendingareiningu CCQ þar sem innsendar ábendingar búa og unnið úr þeim.
Þriðja þrepið snýr svo á úttektum. Ritstjóri fer einn í gegnum þetta þrep. Í þessu þrepi eru þátttakendur úttekta valin og úttektaráætlun búin til. Þegar þrepinu er lokið býr úttektaráætlunin í úttektareiningu CCQ. Spurningar fylgja með hverri úttekt sem gott getur verið að byggja á og áminningar eru sendar út þegar úttekt nálgast.
Þegar öllum þremur þrepunum í Justly Pay hefur verið lokið tekur við rekstur á jafnlaunakerfinu í CCQ.