Styttum leiðina að jafnrétti um 23 ár 

Jafnrétti er eitt af kjarnagildum Origo – við setjum það alltaf í kjarnann á öllu sem við gerum. Eitt af verkefnunum sem Origo setti á laggirnar til að styðja við aukið jafnrétti í samfélaginu var Justly Pay.   

Justly Pay er hugbúnaður sem hjálpar fólki að byggja upp jafnlaunakerfi til jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar.  

Um 50 fyrirtæki hafa nýtt sér Justly Pay til þess að byggja upp jafnlaunakerfið sitt, hvort sem það er til vottunar eða staðfestingar. Mörg þeirra eru þegar komin með vottun og rekstur jafnlaunakerfis því hafinn og önnur eru enn að innleiða. 

Á meðan Justly Pay var í smíðum og síðan lausnin fór í loftið höfum við átt í samskiptum við mikið af einstaklingum, sem hafa byggt kerfi áður en Justly Pay kom til sögunnar. Flest eru sammála því að þau hefðu gjarnan viljað hafa vöru eins og Justly Pay við hendurnar þegar þau byggðu sitt jafnlaunakerfi.  

Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru – í jafnlaunastaðlinum eða lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Að skrifa þessi skjöl frá grunni tekur langan tíma. Samkvæmt okkar upplýsingum getur það hæglega tekið 6-10 mánuði af vinnu að útbúa virkt jafnlaunakerfi, sem mætir kröfum staðalsins og laganna. 

Með Justly Pay erum við með grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins.  

Að jafnaði tekur Justly Pay ferlið um 4 klukkutíma, þá ertu með tilbúna skjölun. Umfram það höfum við veitt aðstoð í 5 klukkutíma. Með þessu móti getur uppbygging jafnlaunakerfisins tekið 9-15 klukkutíma.  

Með Justly Pay er Origo því að styðja beint við aukið jafnrétti á Íslandi, sem eykur á sama tíma jafnrétti í heiminum öllum.  

Fyrirtæki sem nota Justly Pay við uppbyggingu á sínu jafnlaunakerfi komast fyrr á þann stað að geta hafið rekstur á jafnlaunakerfi. Ef við reiknum meðaltal af þeirri vinnu sem við höfum sparað fyrirtækjum við uppbyggingu á jafnlaunakerfi í heildina hefur Justly Pay sparað sem nemur um 23 ára vinnuframlagi. 

Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími.  

Við erum ekki tilbúin að sætta okkur við að það taki 300 ár að ná jafnrétti í heiminum. Við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og með snjallri tæknilausn hefur Origo með beinum hætti lagt hönd á plóg með að stytta leiðina að jafnrétti sem um munar, eða sem nemur um 23 árum.  

Er það ekki eitthvað ofan á brauð?