Hafa hjálpað íslenskum fyrirtækjum að spara

Á mannauðsdeginum árið 2021 fór jafnlaunahugbúnaðurinn Justly Pay í loftið og fagnar því 2 ára afmæli um þessar mundir. Hugbúnaðurinn einfaldar og styttir veginn í átt að jafnlaunavottun svo um munar, og hefur í heildina sparað sem nemur 23 árum af vinnuframlagi í málaflokknum.

Gæðalausnir Origo eru með margra ára reynslu í að hjálpa fyrirtækjum að reka stjórnkerfi. Þegar lög um jafnlaunavottun voru innleidd leituðu mörg til okkar í leit að aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi. „Við sáum að þörfin var mikil, fólk var í mikilli óvissu með hvernig það ætti að byggja upp þessi jafnlaunakerfi. Það stóð frammi fyrir verkefni sem þeim fannst óleysanlegt. En við sáum þarna tækifæri til þess að breyta leiknum, einfalda og gera þessa uppbyggingu stafræna“ segir Hildur Björk Pálsdóttir sérfræðingur í jafnlaunamálum hjá gæða- og innkaupalausnum Origo.

Það getur verið erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að tæknivæða ferli í að byggja upp jafnlaunakerfi, en það var einmitt þar sem tækifærið birtist. Það er bæði tímafrekt og flókið að hefja vegferðina í átt að jafnlaunavottun og þegar hún er í húsi getur verið annað eins ferli að viðhalda jafnlaunakerfinu og vottuninni.

„Teymið í gæðalausnum byggir á víðtækri þekkingu á rekstri stjórnkerfa og jafnlaunamálum og höfum við unnið að því hörðum höndum að vinna traust viðskiptavina okkar. Við vorum því með allt sem við þurftum í höndunum til þess að leysa þetta mál“ segir Hildur.

Justly Pay er afurð þessarar vinnu. En Justly Pay er hugbúnaður sem leiðir notandann í gegnum þægilegt ferli til þess að byggja upp kerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Afurð Justly Pay eru skjöl, skráningareyðublað og úttektaráætlun með spurningum. Í Justly Pay færðu skjöl sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins. Skjölin er hægt að aðlaga að hverri rekstrarheild þannig að niðurstaðan er jafnlaunakerfi sem passar á hverjum stað.

„Okkur fannst við hæfi að setja Justly Pay í loftið á mannauðsdaginn sjálfan og ákváðum að vera eins og páskahátíðin – að festa okkur við dag en ekki dagsetningu. Afmælisdagurinn okkar er þess vegna mannauðsdagurinn og við fögnum auðvitað alltaf með okkar besta fólki“ segir Hildur.

Það er við hæfi á afmælisdaginn að líta yfir farinn veg. „Það er ótrúlega gaman að líta yfir farinn veg síðan við fórum í loftið fyrir 2 árum síðan. Við tókum saman tölur fyrir skemmstu um hagræðinguna sem felst í því að nota Justly Pay í stað þess að byggja upp sitt eigið jafnlaunakerfi frá grunni og þær voru stórmerkilegar. Fjöldi fyrirtækja og stofnanir hafa notað Justly Pay til þess að byggja sín jafnlaunakerfi. Í heildina höfum við sparað um 23 ár af vinnuframlagi eða sem nemur um hálfu ári af stanslausri vinnu hjá hverri rekstrarheild eða um 6,6 milljónir króna ef við miðum við meðalkostnað fyrir unna stund á Íslandi“ segir Hildur.