Má bjóða þér jafnlaunakerfi á minna en 4 tímum? 

Það tekur viðskiptavini okkar að meðaltali minna en hálfan dag að byggja upp jafnlaunakerfi með Justly Pay. Nú eru rétt um 85 dagar til áramóta, þegar öll fyrirtæki með 25 eða fleiri í starfi eiga að vera komin með jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Það eru aðeins um 60 vinnudagar. 

Flest fyrirtæki, sem ekki eru komin með vottun, vita af þessari skyldu en hafa ýtt verkinu á undan sér, annars vegar vegna þess að það er bara svo margt annað að gera, þessi venjulegu rekstar tengdu verkefni sem kalla á okkur á hverjum degi, hins vegar vegna þess að verkið virðist flókið og erfitt að byrja. 

Að innleiða jafnlaunakerfi er ný áskorun fyrir mörg af þeim smærri og meðalstóru fyrirtækjum sem enn hafa ekki byrjað. Áskorun sem er yfirþyrmandi. Oft lenda þessi verkefni á borðum mannauðsstjóra, eða fjármálastjóra, þar sem mannauðs- eða starfsmannastjórar eru ekki við störf. 

Justly Pay kom út fyrir ári og hefur nú þegar hjálpað hátt í 30 fyrirtækjum á sinni jafnlaunavottunarvegferð. Afurð Justly Pay er skjalað jafnlaunakerfi, vefeyðublað til að taka á móti og vinna úr jafnlaunaábendingum og úttektaráætlun sem hjálpar fyrirtækjum að fá og viðhalda jafnlaunavottun.  

Þessi grunnur, sem venjulega tekur um 1.200 klukkustundir að byggja, hefur tekið viðskiptavini að meðaltali Justly Pay 3 klukkutíma og 43 mínútur. Það gefur fyrirtækjum meira rými til að einbeita sér að innleiðingu á verklaginu, starfaflokkun og framkvæmd launagreiningar.

Þetta reddast…er það ekki?

Í lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna er skilgreint að fyrirtæki með 25-49 í starfi geti valið um að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu á meðan fyrirtæki með 50 eða fleiri í starfi verða að hljóta jafnlaunavottun. Ferlið að hvoru tveggja getur verið erfitt að byrja. Báðar leiðir gera kröfu um skjalfest verklag sem tryggir að kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf séu ákvörðuð út frá skýrum forsendum og á hlutlægan hátt.  

Kröfurnar eru skýrar en erfitt getur reynst að byrja. Að sitja fyrir framan tölvuna með tómt skjal og formlega orðaðar kröfur og vita hvernig á að byrja er tímafrekt. Kröfurnar eru eins fyrir öll fyrirtæki sem þó geta haft mismunandi verklag til þess að mæta þessum kröfum. Með Justly Pay fá fyrirtæki grunn að skjölum sem mæta þessum kröfum, skjöl sem þau geta aðlagað að sínum rekstri.  

Með þessum skjölum hefur mikið verk þegar verið unnið og tíminn sem fer i að innleiða verklagið og festa jafnlaunakerfið í sessi styttist og verður hagkvæmari.  

Þegar jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfesting eru í höfn tekur rekstur á jafnlaunakerfinu við. Justly Pay hjálpar fyrirtækjum að byggja grunninn sem svo verður til sem skjalað jafnlaunakerfi í gæðastjórnunarlausninni CCQ sem hjálpar fyrirtækjum að reka og viðhalda jafnlaunakerfinu. 

Svarið við spurningunni er því, jú þetta reddast með Justly Pay.