Hvað er jafnlaunastaðfesting?
Jafnlaunastaðfesting er leið sem fyrirtæki sem eru með 25-49 starfandi, að jafnaði á ársgrundvelli, geta valið að fara í stað þess að fá jafnlaunavottun.
Kröfurnar eru ekki eins ítarlegar og gerðar eru til þess að hljóta jafnlaunavottun. Mikilvægt er að koma upp jafnlaunakerfi sem uppfylla kröfur um jafnlaunastaðfestingu (8. gr. laga 150/2020 um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna). Jafnréttisstofu eru send gögn sem staðfesta og sýna fram á hvernig kröfunum er mætt og Jafnréttisstofa staðfestir svo hvort hún veiti jafnlaunastaðfestinguna.
Jafnlaunastaðfestingin er endurnýjuð á 3ja ára fresti en með jafnlaunastaðfestingu fæst ekki heimild til þess að nota jafnlaunamerkið í tengslum við rekstur fyrirtækisins. Fjölgi starfsfólki þannig að það séu 50 eða fleiri sem starfa hjá þeim að jafnaði á ársgrundvelli, þarf fyrirtækið að öðlast jafnlaunavottun.